Stafrænt uppeldi


Hverjum er fræðslan ætluð?

Fræðslan er ætluð foreldrum og forsjáraðilum barna á grunnskólaaldri.

Hvernig fer fræðslan fram?

Fyrirlesari kemur á staðinn og fræðir foreldra.

Lýsing:

Í fræðslunni er farið yfir hvað þarf að hafa í huga þegar kemur að stafrænu uppeldi, hvernig hægt er að skapa jákvætt umhverfi þegar kemur að miðlanotkun, mikilvægi þess að skapa traust og samtal milli barna og foreldra og hvernig foreldrar geta hjálpað börnum sínum á sem bestan máta með netnotkun og -hegðun. Foreldrar fá verkfæri til að efla þetta hlutverk sitt og hvernig á að bregðast við erfiðum eða óþægilegum aðstæðum sem upp koma á netinu.

Fræðslunni er skipt upp í eftirfarandi kafla:





Fræðslan er lifandi samtal við foreldra og geta þeir spurt spurninga og komið með vangaveltur á meðan á fræðslunni stendur.

Bókaðu fræðsluna á heimiliogskoli@heimiliogskoli.is