Fræðsla fyrir bekkjafulltrúa í grunnskóla
Lýsing á fræðslu
Þessi fræðsla er ætluð bekkjafulltrúum í grunnskóla og hefur það að markmiði að styrkja hlutverk þeirra, efla þátttöku í skólastarfinu og stuðla að góðum samskiptum milli nemenda, foreldra og skóla. Bekkjarfulltrúar gegna mikilvægu hlutverki í samskiptum heimilis og skóla og stuðla að virkri foreldraþátttöku í skólasamfélaginu.
Markmið fræðslunnar
Að skýra hlutverk og ábyrgð bekkjafulltrúa.
Að veita hagnýtar leiðbeiningar um skipulagningu viðburða og bekkjarstarfs.
Að styrkja samstarf foreldra, kennara og skólastjórnenda.
Að ræða leiðir til að styðja við jákvæðan bekkjaranda og félagslegt öryggi nemenda.
Að efla samskiptahæfni og samvinnu milli bekkjafulltrúa.
Efni fræðslunnar
Hlutverk og skyldur bekkjafulltrúa.
Góðar leiðir til að efla þátttöku annarra foreldra.
Samskipti og samvinna við skóla.
Hagnýt ráð við skipulagningu bekkjarviðburða.
Dæmi um árangursríkt foreldrasamstarf.
Fyrir hverja?
Fræðslan er ætluð foreldrum/forráðamönnum sem hafa tekið að sér hlutverk bekkjafulltrúa eða hafa áhuga á að taka þátt í foreldrasamstarfi innan skólans.
Tímalengd og framkvæmd
Fræðslan tekur u.þ.b. 40 mínútur ásamt umræðu í kjölfarið og getur farið fram sem hluti af fundi foreldra eða sérstökum fræðslufundi fyrir bekkjafulltrúa.
Hægt er að fá frekari upplýsingar eða bóka fræðsluna á heimiliogskoli@heimiliogskoli.is