Af hverju foreldrarölt


Árið 1998 voru Íslendingar Evrópumeistarar í unglingadrykkju. Það er ekki eitthvað sem við erum stolt af í dag en í kjölfarið varð til víðtæk samstaða foreldra, kennara og annars fagfólks sem kom að umönnun barna og þjónustu við þau sem í daglegu tali er oft nefnt íslenska módelið. Foreldraröltið spratt meðal annars upp úr þessari samstöðu og hefur verið mikilvægur partur af foreldrastarfinu í mörgum skólum síðan.

Röltið er frábært tækifæri til að virkja foreldra til samstöðu um að virða reglur um útivist barna og unglinga, búa til tengslanet þeirra á milli og koma í veg fyrir hópamyndun unglinga að loknum lögbundnum útivistartíma.

Flestir unglingar fá aðhald og umhyggju heima fyrir sem þeim er nauðsynlegt og er gert að fara eftir lögbundnum útivistartíma. Það er því eðlileg spurning, hvers vegna þú átt að standa upp úr sófanum og skilja þín börn eftir heima til að fara út og fylgjast með annarra manna börnum. 

Það eru margar góðar ástæður fyrir því að foreldrarölt er mikilvægt.

Hvernig berum við okkur að á foreldrarölti?

Best er að foreldrafélögin komi sér upp hefðum þannig að allir viti hvernig fyrirkomulagið er frá ári til árs. Hugmyndir um fyrirkomulag:


Frá foreldrarölti