Dagur gegn einelti

Föstudaginn 8.nóvember 2024, afhentu Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra og Jóhann Gunnarsson formaður Heimili og skóla hvatningarverðlaun Dags gegn einelti við hátíðlega athöfn í Tækniskólanum. 

Fagráð eineltismála hjá Menntamálastofnun valdi verðlaunahafa úr innsendum tilnefningum og fyrir valinu varð: Freyja Rós Haraldsdóttir, kennari, jafnréttisfulltrúi og gæðastjóri við Menntaskólann á Laugarvatni. 

Í rökstuðningi fagráðs eineltismála hjá Menntamálastofnun segir: 

Fagráð eineltismála í grunn- og framhaldsskólum valdi Freyju Rós Haraldsdóttur úr innsendum tilnefningum til hvatningarverðlauna á degi gegn einelti. 

Freyja Rós Haraldsdóttir hefur verið í forystu við Menntaskólann á Laugavatni í að móta og gefa út áætlun um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi – Ekko mál. 

Freyja Rós hefur jafnframt haft frumkvæði að því að skipuleggja EKKO málaflokkinn með gæðakerfisskipulagi og þannig lagt grunn að aukinn fagmennsku. 

Það sem vakti sérstaklega athygli fagráðs er vinnan sem hún hefur unnið á degi gegn einelti en þá hefur hún haldið utan um metnaðarfulla dagskrá og má þar t.d. nefna dagskrá sem nefnist slúður er klúður og var tilgangur þeirrar málstofu að styðja við góðann skólaanda sem byggði á trausti og góðum samskiptum þar sem baktal og slúður geti verið særandi og haft slæm áhrif á allt og alla. Jafnfrant var rætt hvernig hægt er að standa saman svo að einelti, ofbeldi og áreitni eigi sér ekki stað. Að auki var umræða um nafnlausa aðganga og ljótar skilaboðasendingar. Þarna er unnið með þá ljótu menningu sem getur skapast á samfélagsmiðlum.  

Nú í október sl. var ML með vinnustofu fyrir starfsfólk skólans um áhorfendamiðaða nálgun í ofbeldisforvörnum og er það nú orðiðnn hluti af EKKO stefnu ML.  

Þessi vinna með Freyju Rós í fararbroddi sýnir hversu alvarlega ML tekur vinnu varðandi einelti og aðrar forvarnir nememdum skólans til heilla. 

Heimili og skóli óskar Freyju Rós innilega til hamingju með verðskuldaða viðurkenningu og þakkar þeim sem komu að athöfninni fyrir sitt framlag.


2024, Freyja Rós Haraldsdóttir, Gegn einelti, Heimili og skóli, Sjómannaskólinn, Tækniskólinn