Aðalfundur Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra verður haldinn miðvikudaginn 21. Maí 2025 kl.16:30. Fundurinn fer fram í þjónustumiðstöð Heimilis og skóla, Skeifunni 19, fjórðu hæð. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf. Tilkynningar um framboð til stjórnar skal senda á heimiliogskoli@heimiliogskoli.is en framboðsfrestur er alveg fram að aðalfundi
Fyrir aðalfundinn liggur ein lagabreytingartillaga sem lögð er fram af stjórn:
Bætt verði ný grein í lögin:
Heimili og skóla – landssamtök foreldra má leysa upp með ákvörðun aðalfundar, enda hljóti tillaga þess efnis samþykki a.m.k. tveggja þriðju hluta greiddra atkvæða. Til að ákvörðunin taki gildi þarf hún einnig að vera staðfest með sama hlutfalli atkvæða á aukaaðalfundi, sem skal haldinn ekki fyrr en sex mánuðum síðar.
Ef ákvörðun um slit samtakanna er staðfest, ber aðalfundi að úthluta eignum samtakanna til annarra sambærilegra félaga að því tilskildu að allar skuldbindingar, svo sem launagreiðslur og önnur réttindi starfsfólks, hafi verið uppfyllt.
Áður en slit fara fram skulu endurskoðaðir reikningar samtakanna, yfirfarin af löggiltum endurskoðanda, liggja fyrir.